onsdag den 21. januar 2009

Nýtt ár

Ég finn það á mér að þetta verði gott ár! 
Ég hef aldrei verið jafn glöð um áramót eins og í ár, virkilega innilega hamingjusöm!
Ég er samt ekki viss um að það hafi verið spennan fyrir nýju ári. Kannski heldur ánægja yfir hversu vel árið 2008 kom mér á óvart og hversu hamingjusöm ég í raun og veru var þrátt fyrir að ég ætti kannski ekki að vera það. Engnn kærasti, ekkert barn, engir peningar, engir veraldlegir hlutir, ekkert sérstaklega stórt hafði gerst í mínu lífi....eða hvað? Jú, ég var orðin ánægð með sjálfa mig og líf mitt. Og það er nóg. Það er það sem getur gert mann virkilega hamingjusaman til langs tíma. Því jú ást og peningar geta horfið þegar maður á síst von á því....það lærði ég á síðast ári!

Mér fannst þetta ljóð sem 13 ára stelpa skrifaði krúttlegt og með mikilvægan boðskap sem er hér við hæfi:

Vertu þinn eigin vinur

Heldurðu að við séum ekki eins og þú
við eigum sömu björg og bú.
Við erum hvorki mjúk né hörð
við lifum öll á sömu jörð.
Við borðum hvorki kavíar né skít
við erum hvorki svört né hvít.

Við höfum öll hugsun og hug
hugrekki og dug
og þó við höfum ekki öll hönd og fót 
en þó djúpa hjartarót.
Og þó við keyrum ekki öll um á bens 
þá erum við öll homosapiens.

Það geta ekki allir lesið eða keyrt
ekki allir séð og heyrt
talað rétt eða eitthvað mál
okkur var öllum gefin góð sál. 

Búdda, Alla, Þór eða Guð
þetta er eilíft trúarsuð
svört eða brún, maður eða kona
við fæddumst bara svona.

Ekki breytum við þeim sem við búum hjá
eða fjölskyldu hvað þá.
Hvort sem að við eigum tvo feður eða mæður
skrítnar systur eða veika bræður
þá verður hún alltaf eins og hún er
og hún tilheyrir þér. 

Ég vona bara að þú sér sáttur við það 
sem þú hefur og þá sem þú átt að
því um þá færðu fáu breytt
já litlu kannski ekki neitt.

Hulda

 
 Já það er margt sem ekki er hægt að breyta en það er líka margt sem maður sjálfur getur tekið í sínar hendur og breytt ef maður vill...Ég gerði mér áramótaheit sem eiga að gera það að verkum að líf mitt verði enn betra...
- Hlaupa 10 km í sumar....þetta ákvað ég því ég hef aldrei verið í sérstaklega góðu formi þrátt fyrir að vera grönn. Og ef ég geri ekki eitthvað í því núna þá gerst það alrei. Ég vil vera fit þegar ég verð 50 svo eg geti ennþá farið í ferðalög sem fela í sér langar gönguferðir, fjallaklif, skíðabrun, hjólreiðar og annað slíkt. Svo ekki sé minnst á fallegan og kynþokkafullan líkama sem þetta hlaup mun hafa í för með sér! Ég veit líka að þessi hreyfing mun hafa góð áhrif á sálina.
- Kyssa fleiri stráka en í fyrra...þetta þykir kannski óvenjulegt áramótaheit en ég tek þetta afar alvarlega. Ég hef ekki verið nógu dugleg í karlamálum undanfarið og ekki nógu dugleg í að bara láta vaða og hafa gaman að lífinu. Það þýðir ekkert að vera að spara sig fyrir einhvern sem svo kannski aldrei kemur! Bara að lifa í núinu og lifa lífinu. Því hver veit nema maður missi af draumaprinsinum eins og ég gerði svo eftirminnilega  á café Amor (ástæða þess að áramótaheitið var strengt)! Hver veit nema öðruvísi hefði farið ef ég hefði gert eins og mig mest langaði til og kastað mér í fang hans. Og ég veit að ég nældi í Jón Inga með því að koma honum að óvörum og kyssa hann fyrsta kvöldið sem ég hitti hann. Ég þarf semsagt að kyssa 4 stráka í ár og stefni á að byrja í London;)
- Borða þannig að ég njóti þess og án samviskubits....já það er list að borða og maður á að njóta þess. Ég hef fengið inspiration fyrir þetta áramótaheit frá bókinni "Franskar konur fitna ekki". Þetta áramótaheit gengur út á það að koma sér í jafnvægi í matarátinu! Ég er hér með á móti megrunarkúrum en borða það sem þörf er á og það sem veitir mér ánægju (með því að bæta við því sem veitir mer ánægju get ég leyft mér ýmislegt sem annars væri bannað;) Eins snýst þetta út á að hugsa um það sem ég set ofan í mig því þá borðar maður bara það sem mig raunverulega langar í.....ég held að þetta áramótaheit verði strembið en það má gera sitt besta og hafa þetta bak við eyrað. Ég held að þetta sé ævilangur process
- Að vera dugleg í skólanum en án öfga...þetta set ég mér til þess að ég muni að lifa lífinu þótt álagið í skólanum sé mikið. Ég vona að ég hafi lært af reynslunni í fyrra og verði duglegri að taka mér pásur og vera góð við sjálfa mig í löngum prófalestri. Því hvers virði er að standa sig vel og ná frama ef maður nýtur þess ekki á meðan??

Jæja það verður spennandi að sjá hvað þetta ár hefur í för með sér og hvernig mér mun líða um næstu áramót. Eitt er víst að ég mun gera mitt besta til að þetta ár verði gott. Ég hlakka til að deila hversdagleika mínum, pælingum, gleði, áhyggjum draumum og sköndulum með þér á þessari síðu. ég held að það muni minna okkur á hvað við höfum það gott og upplifum margt.

Til hamingju við og til lukku með árið 2009!

1 kommentar:

  1. Til lukku med otrulega metnadarfull aramotaheit. Eg er ekki i vafa um ad tu eigir eftir ad leysa tau pridilega af hendi. Kvedja fra einni sem ekki adeins bordadi yndisfengin hafragrjon i laugardagskvoldmat heldu fekk ser raudvin til. Skal fyrir tjaah... yfir hverju ætti eg ad skala... luxusvandamalum. Ja skal fyrir tvi ad tad sidasta sem eg hugsadi var: "synd ad tad finnist ekki eyrdaleysis lyf". Eg klara mig fint an thunglyndis-, ofvirknis-, og allra teirra lyfja sem finnast, en eyrdaleysislyf væru hreinlega vel theigin. Frh i nk færslu.

    SvarSlet